Þorleifur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur var í dag dæmdur í eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik Þórs Þorlákshafnar og Grindavíkur í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum í Domino´s deild karla.
Að leik loknum hófst tal millum hans og Björgvins Rúnarssonar eins af dómurum leiksins með þeim afleiðingum að Björgvin gaf Þorleifi brottrekstrarvillu. Í leiknum meiddist Þorleifur og á myndbandi sem Vísir.is birti í dag sjást samskipti Þorleifs og Björgvins greinilega sem og þegar Þorleifi er veitt brottrekstrarvilla.
Þorleifur sem líkast til er með slitin krossbönd verður að öllum líkindum ekkert meira með þetta tímabilið.



