spot_img
HomeFréttirÞorlákshöfn vann baráttuna um Þórsnafnið

Þorlákshöfn vann baráttuna um Þórsnafnið

Nú í kvöld mættust nafnaliðin Þór frá Þorlákshöfn og Þór frá Akureyri. Liðin jöfn að stigum fyrir leik og hlið við hlið í töflunni. Þórsarar frá Akureyri nýkomnir úr 18 stiga sigri gegn Íslandsmeisturum KR á Akureyri en Þór frá Þorlákshöfn nýkomnir úr 8 stiga tapi í Garðabænum gegn Stjörnunni. 

 

Fyrsti leikhluti fór rólega af stað og virtust bæði lið vera ísköld eftir síðustu umferð en gestirnir að norðan fengu litla pásu frá síðustu umferð. Akureyringar  byrjuðu betur en gott 11-1 áhlaup heimamanna kom þeim í 18-12 og hlóð Benedikt Guðmundsson í leikhlé.Ólafur Helgi Jónsson átti klárlega “play” leikhlutans þegar hann tók Tryggva Snæ miðherja Þór Ak. og blokkaði hann svakalega. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 20-14. Heimamenn náðu að loka ágætlega á körfurnar inní teig hjá gestunum í fyrsta leikhluta. 

 

Annar leikhluti fór líka mjög hægt af stað og virtist vera svakalegur sunnudagur yfir þessum leik. En um miðbik leikhlutans fóru menn að hitna og skotin fóru að leka niður. Tryggvi Snær Hlinason hlóð í tvær rosalegar troðslur í röð, fyrri troðslan var holly-hú troðsla og seinni var troðsla beint í grillið á fyrirliða heimamanna Emil Karel Einarssyni, litla troðslan! Staðan í hálfleik 36-35 heimamönnum í vil.

    

Þriðji leikhluti: Byrjaði mikið fram og til baka, liðin skiptast á að setja niður skot, þristur fyrir þrist, tvistur fyrir tvist. Hörkuleikur og liðin hníjöfn alveg! Leiðileg uppákoma í þessum leikhluta en Tryggvi Snær Hlinason lagðist niður á miðjum velli og þurfti að fara útaf. Gestirnir gáfu ekkert eftir þrátt fyrir brotthvarf Tryggva og jöfnuðu leikinn í 56-56 fyrir loka leikhlutann. 

 

Lítið skorað í fyrstu þrem leikhlutunum og einkenndist leikurinn af sóknarmistökum sem og góðri vörn. Gestirnir byrjuðu af krafti og skoruðu fyrstu 6 stig leikhlutans. Hiti fór að færast í stúkuna og smitaði það út í leikinn, síðustu mínúturnar voru dómararnir að taka stóra dóma og hleypa smá hita í leikinn. Lokamínúturnar voru svakalegar, Emil Karel fer á línuna fyrir heimamenn í stöðunni 67-68 fyrir Akureyringa og setti bæði ískaldur. Gestirnir fara í sókn og klúðra skotinu og brjóta, Tobin Carberry á línuna og setti bæði líka 71-68 fyrir heimamenn. Maciek Baginski fær svo á sig óíþróttamannslega villu og Darren Lewis fór á línuna og klúðraði báðum skotunum, með 15 sekúndur á klukkunni. Boltinn gestanna og hefði verið allt öðruvísi staða hjá Benna í leikhléinu hans ef Lewis hefði sett þessi víti niður. 4 sekúndur eftir og George Beamon tekur erfitt 3 stiga skot sem geigar, gestirnir brutu strax og Tobin á línuna, hann setti auðvitað bæði og tryggði Þórsurum úr Þorlákshöfn risa stóran sigur fyrir úrslitakeppnina. 

 

Lykillinn

Tobin Carberry var lykill Þórsara í þessum leik en hann fór mikinn og setti 31 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Tobin stýrði sóknarleik heimamanna með glæsibrag eins og alltaf og þurfa Þórsarar á honum að halda fyrir úrslitakeppnina ef þeir ætla sér að gera einhverja hluti þar.

 

Vesenið

Þunnskipaður hópur heimamanna. Keyrðu leikinn á 6 leikmönnum sem voru: Ragnar Örn 29:20, Tobin Carberry 38:31, Ólafur Helgi 37:32, Maciej Baginski 33:58, Emil Karel 29:48, Halldór Garðar 27:10 og svo spilaði Magnús Breki 3:38. Mikill missir fyrir liðið að vanta Grétar Inga, Þorstein Má og Davíð Arnar. 

 

Atvikið

Meiðsli Tryggva Snæs. Tryggvi breytir leikjum síns liðs gríðarlega mikið og þurfa leikmenn að aðlaga sínum skotum allt öðruvísi og það virtist færast meiri ró yfir heimamenn við það að 214cm miðherjinn væri farinn útaf. Það virtist vera sem svo að Tryggvi ætti erfitt með andadrátt en leikmenn Þórs frá Akureyri kvörtuðu sífellt yfir hita í húsinu en um leið og Tryggvi var staðinn á fætur eftir að hafa laggst niður á miðjan völlinn fór hann út í ferskt loft og kom svo inn í sal og á bekkinn og kom ekki meira við sögu í leiknum, sem var erfitt fyrir Þór frá Akureyri

 

Næsti leikur Þórs frá Þorlákshöfn er á fimmtudaginn gegn Tindastól á Sauðarkróki en næsti leikur Þórs frá Akureyri er líka á fimmtudaginn gegn ÍR-ingum í Breiðholtinu. f

 

Umfjöllun / Axel Örn Sæmundsson

Fréttir
- Auglýsing -