spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÞórir Guðmundur og Oviedo í erfiðri stöðu á Spáni

Þórir Guðmundur og Oviedo í erfiðri stöðu á Spáni

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Oviedo máttu þola tap í kvöld fyrir Valladolid í Leb Oro deildinni á Spáni, 64-81.

Eftir leikinn er Oviedo í 17. sæti deildarinnar með tvo sigra og átta töp eftir fyrstu tíu umferðirnar.

Á tæpum 17 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir tveimur stigum og tveimur fráköstum.

Næsti leikur Þóris og Oviedo er þann 10. desember gegn Almansa.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -