spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÞórir Guðmundur frábær í tvíframlengdum naglbít gegn Belfius Mons

Þórir Guðmundur frábær í tvíframlengdum naglbít gegn Belfius Mons

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers máttu þola tap í kvöld í tvíframlengdum leik gegn Belfius Mons í Elite Gold deildinni í Hollandi/Belgíu, 102-95.

Landstede eru eftir leikinn í 9. sæti deildarinnar með 20 stig.

Þórir Guðmundur var frábær fyrir Landstede, með 15 stig, 14 fráköst, 8 stoðsendingar og stolinn bolta, en hann var framlagshæstur liðsins í leiknum.

Næsti leikur Þóris og Landstede er þann 17. apríl gegn Antwerp Giants.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -