spot_img
HomeFréttirÞórður Freyr klikkaði ekki á skoti úr djúpinu gegn Eistlandi "Erum allir...

Þórður Freyr klikkaði ekki á skoti úr djúpinu gegn Eistlandi “Erum allir 12 mjög góðir, geta allir átt stórleik”

Undir 18 ára drengjalið Íslands lagði Eistland í dag í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje. Þrátt fyrir að Ísland hafi leitt nánast allan leikinn var hann nokkuð jafn inn í fjórða leikhlutann. Ísland gerir þá vel í að klára og komast í burtu með sigurinn, 85-70, en liðið hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu.

Hérna er meira um leikinn

Þórður Freyr Jónsson var heldur betur heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum fyrir Ísland, þaðan setti hann öll fjögur skotin sín, en í heild skilaði hann 14 stigum, 2 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum í leiknum.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -