spot_img
HomeFréttirÞóranna og Sigrún Björg spila við stórlið í Marsfárinu

Þóranna og Sigrún Björg spila við stórlið í Marsfárinu

Búið er að raða niður leikjum fyrir NCAA Marsfárið, sem bæði Þóranna Kika Hodge Carr (Iona Gaels) og Sigrún Björg Ólafsdóttir (Chattanooga Mocs) tryggðu sér þáttökurétt í á dögunum. Chattanooga Mocs spila við Virginia Tech á föstudag og Iona Gaels spila við Duke í North Carolina á laugardag.

Báðir andstæðingar íslendinganna eru mjög ofarlega í styrkleikaröðun mótsins, Virginia Tech #1 og Duke #3 í svæðisniðurröðun. Marsfárið er hins vegar þekkt fyrir óvænt úrslit og því spennandi að sjá hvernig fer.

Leikirnir eru báðir sýndir á rásum ESPN. 

Fréttir
- Auglýsing -