spot_img
HomeFréttirÞóranna Kika og Iona Gaels leika til úrslita á morgun - Thelma...

Þóranna Kika og Iona Gaels leika til úrslita á morgun – Thelma Dís og Ball State úr leik

Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals töpuðu 70-61 fyrir Bowling Green í undanúrslitum MAC deildarinnar. Thelma spilaði allann leikinn skoraði 10 stig, tók 2 fráköst og var með stoðsendingu, blokk og stolinn bolta. Úrslitin þýða að Ball State mun ekki ná að vinna sér inn sæti í Marfárinu, lokaúrslitakeppni bandaríska háskólaboltans.

Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels sigruðu Siena Saints með einu stigi 67-66 í undanúrslitum MAAC deildarinnar og spila í úrslitaleik riðilsins á morgun á móti Manhattan College. Þóranna var með 4 stig og 4 fráköst. Sigur í úrslitaleik morgundagsins gefur farseðil í NCAA Marsfárið. 

Fréttir
- Auglýsing -