spot_img
HomeFréttirÞóranna gerði vel fyrir framan 15 þúsund manns í Iowa

Þóranna gerði vel fyrir framan 15 þúsund manns í Iowa

Þóranna Kika Hodge Carr og Loyola Ramblers máttu þola tap í gær gegn gífurlega sterku liði Iowa Hawkeyes í bandaríska háskólaboltanum, 69-98, en með Iowa leikur einn efnilegasti leikmaður boltans um þessar mundir, Caitlin Clark.

Leikurinn fór fram í fullri Carver Hawkeye höll í Iowa city, en þar voru mættir tæplega 15 þúsund áhorfendur. Þóranna gerði ansi vel á þeim 14 mínútum sem hún lék í leiknum, skilaði 8 stigum, 3 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Þóranna og Loyola réðu þó lítið við Caitlin í leiknum, en hún var með 35 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar á þeim 36 mínútum sem hún lék í leiknum.

Þrátt fyrir tapið í gær hefur Lyola gengið bærilega það sem af er tímabili, en þær hafa unnið sex leiki og tapað fimm.

Tölfræði leiks

Það helsta úr leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -