spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÞóra Kristín til AKS Falcon

Þóra Kristín til AKS Falcon

Bakvörður Hauka og íslenska landsliðsins Þóra Kristín Jónsdóttir hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við AKS Falcon í Danmörku fyrir næsta tímabil. Staðfestir leikmaðurinn þetta í samtali við Körfuna fyr í dag.

Samkvæmt Þóru Kristínu hyggur hún á nám í Danmörku, en Falcon eru staðsettar í Kaupmannahöfn og leika í úrvalsdeild Danmerkur, Dameligaen.

Ljóst er að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir Hauka, en á síðasta tímabili skilaði Þóra Kristín 9 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik, en Haukar enduðu í öðru sæti deildarkeppninnar og fóru alla leið í úrslitaeinvígi úrslitakeppninnar.

Fréttir
- Auglýsing -