spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÞóra Kristín stigahæst gegn BMS Herlev

Þóra Kristín stigahæst gegn BMS Herlev

Þóra Kristín Jónsdóttir og AKS Fakcon lögðu BMS Herlev í dag í dönsku úrvalsdeildinni, 89-68.

AKS hefur gengið afar vel það sem af er vetri í deildinni, unnið fjórtán leiki og tapað aðeins einum, en þær eru í efsta sætinu með 28 stig, 12 stigum á undan BMS Herlev sem er í öðru sætinu.

Þóra Kristín var atkvæðamikil fyrir AKS í leiknum, með 17 stig, 4 fráköst, stoðsendingu og 3 stolna bolta á rúmum 25 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -