spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÞóra Kristín og Ástrós Lena skrefi nær danska meistaratitlinum

Þóra Kristín og Ástrós Lena skrefi nær danska meistaratitlinum

Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon lögðu SISU í dag í fyrsta leik einvígis liðanna um danska titilinn, 82-57.

Á 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra Kristín 5 stigum, 3 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta. Ástrós Lena lék tæpar 11 mínútur í leiknum, hafði hægt um sig sóknarlega, en skilaði 2 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

Næsti leikur einvígis liðanna er eftir páska, þann 22. apríl.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -