spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÞóra Kristín og Ástrós Lena danskir meistarar eftir sigur í úrslitaeinvígi gegn...

Þóra Kristín og Ástrós Lena danskir meistarar eftir sigur í úrslitaeinvígi gegn SISU

Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon tryggðu sér í kvöld danska meistaratitilinn með sigur í þriðja leik úrslitaeinvígis gegn SISU 72-47, en AKS vann alla þrjá leiki einvígis liðanna.

AKS Falcon átt afar gott tímabil, þar sem liðið tapaði aðeins einum leik í öllum keppnum, en þær urðu bikar, deildar og nú í kvöld danskir meistarar.

Á 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra Kristín 9 stigum, frákasti, 2 stoðsendingum og stolnum bolta. Ástrós Lena lék rúmar 12 mínútur í leiknum og var með 3 stig, frákast, stoðsendingu og varið skot.

Atkvæðamest fyrir AKS í leiknum var fyrrum leikmaður Skallagríms Emilie Hesseldal með 28 stig og 28 fráköst, en hún hafði gefið það út fyrir leik að hann yrði mögulega hennar síðasti.

Tölfræði leiks

Mynd / AKS FB

Fréttir
- Auglýsing -