spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÞóra Kristín og AKS Falcon lögðu Åbyhøj örugglega

Þóra Kristín og AKS Falcon lögðu Åbyhøj örugglega

Þóra Kristín Jónsdóttir og AKS Falcon lögðu Åbyhøj í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni, 69-45.

Eftir leikinn sem áður er AKS í efsta sæti deildarinnar með tólf sigra eftir fyrstu þrettán umferðirnar, en þær eru fjórum sigurleikjum fyrir ofan BMS Herlev sem er í öðru sætinu.

Á tæpri 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Þóra Kristín 5 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Þóru og AKS er þann 26. febrúar gegn SISU.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -