spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÞóra, Ástrós og Falcon unnu sinn fimmta leik í röð í Danmörku

Þóra, Ástrós og Falcon unnu sinn fimmta leik í röð í Danmörku

Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon héldu sigurgöngu sinni áfram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að liðið lagði Aabyhoj, 56-66.

Til þessa hafa Falcon unnið fimm leiki, ekki tapað neinum og eru í efsta sæti deildarinnar.

Á tæpum 25 mínútum spiluðum skilaði Ástrós Lena 4 stigum, stoðsendingu og stolnum bolta á meðan að á jafn mörgum mínútum spiluðum var Þóra Kristín með 18 stig, 6 fráköst, stoðsendingu og 2 stolna bolta

Vegna landsleikjaglugga fer danska deildin í frí núna, en næsti leikur Falcon er þann 27. nóvember gegn Amager.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -