spot_img
HomeFréttirÞór varð að láta í minni pokann gegn úrvalsdeildarliðinu

Þór varð að láta í minni pokann gegn úrvalsdeildarliðinu

Þór tók í gærkvöldi á móti úrvalsdeildarliði Stjörnunnar í Lengjubikar karla í körfubolta í leik sem fram fór í íþróttahöllinni. Þór telfdi fram nýjum bandarískkum leikmanni Andrew Jay Lehman að nafni og má segja með sanni að hann hafi látið til sín taka í sínum fyrsta leik fyrir Þór því þegar  upp var staðið setti hann niður 22 stig og var með fjórar stoðsendingar.

Þór skoraði fyrstu stig leiksins 2-0 og var það í eina skiptið sem Þór leiddi í leiknum. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður var jafnt á með liðunum 12-12. Í kjölfarið fylgdi góður kafli gestanna og þeir skoruðu 14-5 og leiddu með sjö stigum að fyrsta leikhluta loknum 19-26.

Þórsliðið byrjaði annan leikhlutann með vel og þegar þrjár mínútur voru liðnar af fjórðungnum munaði fjórum stigum á liðunum 25-29. Það sem eftir lifði af öðrum fjórðung skoruðu gestirnir 20 stig gegn 12 stigum Þórs og munurinn á liðunum í hálfleik 12 stig 37-49.

Í þriðja leikhluta juku gestirnir forskotið jafnt og þétt og þegar  upp var staðið unnu þeir fjórðunginn átta stigum 11-19 og munurinn á liðunum þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst var 20 stig.

Stjarnan hélt áfram góðu skriði í fjórða leikhluta og þegar um fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum munaði 21 stigi á liðunum 54-75. Þegar hér var komið við sögu kom frábær kafli hjá Þór og það sem eftir lifði leiks skoraði Þór 10 stig gegn 2 gestanna og það sem meira er að Stjarnan skoraði ekki stig síðustu fjórar mínúturnar. Og á lokakaflanum voru það ungu drengirnir sem kláruðu leikinn og stóðu sig allir með prýði. Þarna voru á ferð Svavar Sigurðarson, Atli Guðjónsson, Ragnar Helgi og Tryggvi Snær.

Sigur Stjörnunnar í kvöld var sanngjarn og aldrei í hættu.  Stigahæsti leikmaður kvöldsins var nýji leikmaður Þórs Andrew Jay Lehman en hann skoraði 22 stig og var með tvær stoðsendingar.  Tryggvi Snær skoraði 13 stig og tók 12 fráköst, Ragnar Helgi var með 12 stig 3 stoðsendingar og tvö fráköst  þá var Þröstur Leó drjúgu en hann skoraði 11 stig gaf 3 stoðsendingar og tók 10 fráköst.

Hjá Stjörnunni var Justin Shouse atkvæðamestur með 19 stig og þeir Marvin Valdimarsson og Tómas Heiðar Tómasson með 14 stig hvor og Ágúst Angantýsson með 12 stig.

Tölfræði leiksins

Mynd og texti/ Páll Jóhannesson

Fréttir
- Auglýsing -