spot_img
HomeFréttirÞór vann mikilvægan sigur á Stjörnunni

Þór vann mikilvægan sigur á Stjörnunni

18:47

{mosimage}

Óðinn Ásgeirsson og Cedric Isom voru atkvæðamestir Þórsara í dag 

Fyrsta leik dagsins í Iceland Express deild karla í dag er nú lokið, Þór vann mikilvægan sigur á Stjörnunni norður á Akureyri, 89-84 eftir jafnan og spennandi leik.

Leikurinn var í beinni textalýsingu á heimasíðu Þórs og er hægt að lesa lýsinginuna hér. Með sigrinum komst Þór upp fyrir Stjörnuna og er með 2 stigum meira.

Cedric Isom var stigahæstur Þórsara með 31 stig en Óðinn Ásgeirsson skoraði 24. Félagarnir Jovan Zdravevski og Dimitar Karadzovski skoruðu 23 stig hvor fyrir Stjörnuna.

Tveir leikir fara fram í kvöld og hefjast báðir klukkan 19:15. Í Stykkishólmi tekur Snæfell á móti Hamri og í Grindavík taka heimamenn á móti Tindastóli.

[email protected]

Mynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Fréttir
- Auglýsing -