spot_img
HomeFréttirÞór vann Icelandic Glacial mótið - Sjáðu tilþrifa troðslu Drungilas og flautukörfu...

Þór vann Icelandic Glacial mótið – Sjáðu tilþrifa troðslu Drungilas og flautukörfu Halldórs Garðars

Með góðum 114-96 sigri á Njarðvík tryggðu heimamenn í Þór sér Icelandic Glacial titilinn 2020. Hafnarfréttir greina frá.

Árlega er mótið haldið sem æfingamót fyrir komandi tímabil, sem þetta árið fer af stað þann 1. október. Þór, líkt og Keflavík, sigraði tvo af þremur leikjum sínum á mótinu, en vegna innbyrðissigurs var það Þór sem hampaði titlinum í lokin. Þar fyrir neðan voru svo Njarðvík og Grindavík í þriðja og fjórða sætinu, hvort um sig með einn sigur og tvö töp eftir leikina þrjá.

Hér fyrir neðan má sjá tvö glæsileg tilþrif sem stórgóð útsending Þórs Tv hafði upp á að bjóða í kvöld. Í því fyrra hvernig Adomas Drungilas treður boltanum yfir Mario Matasovic og í því seinna flautukarfa Halldórs Garðars Hermannssonar frá miðju.

Fréttir
- Auglýsing -