spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÞór vann baráttuna um Norðurlandið

Þór vann baráttuna um Norðurlandið

Íþróttahöllin 13. Nóvember 2021. 1. Deild kvenna Þór-Tindastóll 79:68
Gangur leiks eftir leikhlutum: 18:21 / 13:12 (31:33) 23:18 / 25:17 =  79:68

Við náðum að komast að samkomulagi inni í klefa í hálfleik um að við ætluðum að koma inn í seinni hálfleikinn með brjálaða jákvæða orku, byrja þetta í vörninni og ná nokkrum stoppum og þá kæmi sóknin. Og það var nákvæmlega það sem gerðist“ sagði Daníel Andri aðspurður um þann viðsnúning sem varð á liðinu í síðari hálfleik.

Gestirnir frá Sauðárkróki komu mjög ákveðnar til leiks í dag þegar liðin mættust í Íþróttahöllinni þær leiddu lengst af í fyrri hálfleik og mestur var munurinn sjö stig 14:21 þegar mínúta lifði af fyrsta fjórðung. Þórsarar skoruðu fjögur stig á lokamínútu fjórðungsins 18:21 þegar annar leikhlutinn hófst.

Liðin skiptust á að leiða í öðrum leikhluta sem Þór vann 13:12 og staðan í hálfleik 31:33. Í fyrri hálfleik voru þær Heiða Hlín og Eva Wium komnar með 7 stig og þær Karen Lind og Marín Lind með 6 stig hvor.

Í liði Tindastóls báru erlendu leikmennirnir af en Maddie var komin með  11 stig og Ksenja 10.
Þórsarar komu mun ákveðnari til síðari hálfleiks og þær snéru leiknum strax sér í vil og eftir tveggja mínútna leik var staðan 36:33. Þórsarar höfðu í raun góð tök á leiknum og þótt gestunum tækist að minnka muninn um tíma í þrjú stig 52:49 var það aðeins tímabundið. Þór vann leikhlutann með fimm stigum 23:18 og leiddi 54:51 þegar lokakaflinn hófst.

Framan af fjórða leikhlutanum hafði Þór góð tök á leiknum en um miðjan leikhlutann kom snarpur kafli gestanna sem náðu að jafna leikinn 61:61. En þá skelltu Þórsstúlkur í lás og gáfu í kláruðu síðustu sex mínútur leiksins með 18:7 kafla og innsigluðu ellefu stiga sigur 79:68.

Eins og Daníel Andri sagði í viðtali við Þór TV þá voru gestirnir betri í fyrri hálfleik en sá síðar var eign Þórs frá upphafi til enda. 

Marín Lind Ágústsdóttir var stigahæst Þórs með 19 stig 4 fráköst og 5 stoðsendingar. Framlag annarra Þórsara, Eva Wium 14/6/2, Hrefna Ottós 13/7/3, Heiða Hlín 13/2/4, Rut Herner 11/5/2, Karen Lind 6/2/1, Ásgerður Jana 0/10/1 og Katla María 3 stig. Að auki spilaði Kristín María en hún náði ekki að skora.

Framlag leikmanna Tindastóls: Ksenja Hribljan 21/4/6, Dadison Anne Sutton 19/17/6, Eva Rún Dagsdóttir 12/5/3, Fanney María Stefánsdóttir 6/4/6 og Inga Sólveig Sigurðardóttir 4/6/1.

Tölfræði leiks

Staðan í deildinni

Myndasafn

Umfjöllun, myndir & viðtöl / Palli Jóh

Fréttir
- Auglýsing -