spot_img
HomeFréttirÞór tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Snæfelli

Þór tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Snæfelli

 

Þórsarar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Domino´sdeildar karla með öruggum sigri á Snæfelli í kvöld lokatölur leiksins urðu 89-62.

 

 

Þar með er ljóst að Þór lauk keppni í deildinni í 8. Sætinu og mætir Íslands- og bikarmeisturum KR í 8 liða úrslitum.

Leikur liðanna fór vægast sagt rólega af stað og bæði lið spiluðu illa í fyrri hálfleik og trúlega einn slakasti fyrri hálfleikur sem Þór hefur spilað í vetur. Staðan í hálfleik 40-32.

 

Gestirnir byrjuðu leikinn í síðari hálfleik á því að minnka muninn í eitt stig 40-39 en eftir þar fóru hlutirnir loks að ganga upp hjá Þór. Segja má að Þór hafi gert út um leikinn á næstu mínútum því um miðjan þriðja leikhluta var munurinn orðin 17 stig 60-43. Þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst munaði 18 stig á liðunum 68-50.

 

Þegar fjórði leikhlutinn var um það bil hálfnaður og munurinn 19 stig 77-58 skipti Benni út nánast öllu byrjunarliðinu og gaf óreyndari leikmönnum tækifæri. Við það lifnaði enn meir yfir leik Þórs því hver og einn leikmaður sem kom inn af bekknum þakkaði pent fyrir sig með stakri prýði. Þegar um 3:14 lifðu leiks kom Júlíus Orri Ágústsson inná fyrir Þór í sínum fyrsta leik í efstu deild fyrir Þór. Júlíus Orri sem er ekki nema 15 ára og 190 daga gamall og leikur með 10 flokki átti hreint út sagt magnaða innkomu. Á þessum stutta kafla tók hann 1 frákast var með 2 stoðsendingar, 1 stolinn bolta og skoraði 2 stig.

 

Sigur Þórs var liðsheildarinnar en þeir George Beamon og Sindri Davíðsson voru aldeilis frábærir í kvöld.

 

George Beamon var með 30 stig og 8 fráköst,  Sindri Davíðsson 13 stig 3 fráköst og 4 stoðsendingar, Tryggvi Snær var með 11 stig og 13 fráköst, Darrel Lewis 10 stig 8 fráköst og 4 stoðsendingar, Ingvi Rafn 9 stig 8 fráköst og 5 stoðsendingar, Ragnar Helgi 6 stig og 7 stoðsendingar, Arnór Jónsson og Einar Ómar Eyjólfsson 3 stig hvor, Júlíus Orri og Þröstur Leó með 2 stig hvor.

 

Hjá Snæfelli var Árni Elmar Hrafnsson stigahæstur með 15 stig 3 fráköst og 5 stoðsendingar, Christian David Covile var með 14 stig, Sveinn Arnar Davíðsson 10 stig og 8 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason  stig, Þorbergur Helgi Sæþórsson 5 stig, Jón Páll Gunnarsson og Maciej Klimaszewski 4 hvor, Viktór Marinó Alexanderson 2 og Andrée Fares Michelsson 1.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Páll Jóhannesson

 

Viðtöl:

Ingi Þór eftir leik

Benedikt Guðmundsson eftir leik

Fréttir
- Auglýsing -