spot_img
HomeFréttirÞór tók ekki víti í naumu tapi gegn Skallagrím

Þór tók ekki víti í naumu tapi gegn Skallagrím

Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í dag þar sem Skallagrímur slapp með 54-56 sigur á Þór Akureyri. Heimakonur létu deildarmeistarana hafa rækilega fyrir stigunum tveimur í dag og gerðu það án þess að fá eitt einasta vítaskot á heilum 40 mínútum sem verður að teljast nokkuð furðuleg niðurstaða. 

Skallagrímur setti í lás í varnarleiknum í fjórða leikhluta og tóku síðustu 10 mínúturnar 4-15. Erikka Banks var stigahæst í liði Skallagríms með 15 stig en Fanney Lind G. Thomas var stigahæst hjá Þór með 25 stig og 7 fráköst. 

 

Nánar er fjallað um leikinn á heimasíðu Þórs

 

Nú þegar Skallagrímur hefur unnið deildina er baráttan um 2. sætið orðin verulega hörð en eins og sakir standa er KR í 2. sæti með 20 stig eftir 16 leiki en Njarðvík í 3. sæti með 16 stig eftir 13 leiki og ljóst að mikið getur enn breyst í deildinni. 

Staðan í 1. deild kvenna
 

Staða
 
 
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Skallagrímur 18 17 1 34 1298/1002 72.1/55.7 9/0 8/1 77.0/52.7 67.2/58.7 4/1 9/1 +4 +9 +2 4/0
2. KR 16 10 6 20 1051/992 65.7/62.0 5/2 5/4 63.9/55.0 67.1/67.4 3/2 6/4 +1 -1 +1 2/1
3. Njarðvík 13 8 5 16 820/756 63.1/58.2 4/4 4/1 63.3/58.9 62.8/57.0 5/0 7/3 +5 +3 +2 1/1
4. Breiðablik 17 7 10 14 1088/1059 64.0/62.3 3/6 4/4 65.3/62.9 62.5/61.6 2/3 4/6 +1 +1 -1 2/3
5. Þór Ak. 13 5 8 10 802/748 61.7/57.5 3/3 2/5 61.0/55.5 62.3/59.3 2/3 4/6 -2 -2 -3 1/5
6. Fjölnir 17 0 17 0 788/1290 46.4/75.9 0/8 0/9 50.0/77.3 43.1/74.7 0/5 0/10 -17 -8 -9 0/0

Mynd/ Thorsport.is 

Fréttir
- Auglýsing -