spot_img
HomeFréttirÞór Þorlákshöfn-KR leikur 4: Þór í úrslit!

Þór Þorlákshöfn-KR leikur 4: Þór í úrslit!

Nú fer fram fjórða undanúrslitaviðureign Þórs Þorlákshafnar og Íslandsmeistara KR en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór. Með sigri í kvöld geta Þórsarar orðið fyrstu nýliðarnir í íslenskri körfuboltasögu til að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Sigur hjá KR þýðir að blásið verður til oddaleiks í DHL-Höllinni.
– Guðmundur Jónsson setur annað vítið og 83-80… næsti KR þristur geigar… Þór VINNUR LEIKINN OG FARA Í ÚRSLIT! LOKATÖLUR 83-80
 
– 10,2 sek eftir: Þór náði sóknarfrákasti og KR brýtur strax á þeim, nú er leikhlé í gangi en að því loknu fara Þórsarar beint á vítalínuna og geta farið langt með að tryggja sér sigurinn fari bæði vítin niður.
 
– 40 sek eftir: Rob Ferguson að fá dæmda á sig sóknarvillu í liði KR og Þór á því boltann nú þegar 40 sekúndur eru eftir og staðan enn 82-80 fyrir Þórsara.
 
– 1.13mín til leiksloka: 82-80… karfa sem Brown skoraði fyrir KR dæmd af þar sem skotklukkan rann út og því leiða Þórsarar áfram og eiga boltann nú þegar leikhléinu lýkur.
 
– 1.40mín eftir af fjórða: 82-80 Henley að koma Þór yfir… spennan í Glacial Höllinni er mögnuð, hér er svakalegur leikur í gangi.
 
– 2.57mín eftir af fjórða: Brown brýst í gegn og jafnar fyrir KR 78-78 og Benedikt tekur lekhlé fyrir Þórsara. KR leiðir fjórða leikhluta 12-9 eftir sjö mínútna leik. 
 
– 3.30mín eftir af fjórða: Sencanski að minnka muninn í 78-76 fyrir KR með körfu eftir sóknarfrákast. 
 
– 5.00mín eftir af fjórða: 76-74 fyrir Þór en vesturbæingar eru farnir að sauma ansi vel að heimamönnum hérna.
 
– 7.00mín eftir af fjórða: Govens með fjórar villur í liði Þórs og Grétar Ingi kominn af velli með fimm villur! Staðan 74-70 fyrir heimamenn og Þórsarar taka leikhlé.
 
– 7.50mín eftir af fjórða: 71-69 og Finnur Atli að fá villu og körfu góða. Lítið skorað hér í upphafi fjórða og ef allt var í járnum hér fyrstu þrjá leikhlutana þá erum við komin út í einhverja eðalmálma núna.
 
– Þriðja leikhluta lokið: 69-66 fyrir Þór. Heimamenn unnu þriðja leikhluta 23-21. Govens ekki fjarri því að detta í þrennu og Brown kominn í myndarlega tvennu hjá KR.
 
– 1.00mín eftir af þriðja: 66-64, Brown að minnka muninn í tvö stig með þriggja stiga körfu fyrir KR-inga. 
 
– 2.10mín eftir af þriðja: 64-59 fyrir Þór. KR er að sækja mikið inn í teig og það gefur ágætlega en þeir þurfa að herða á vörninni. Finnur Atli kominn með 4 villur hjá KR. 
 
– 4.40mín eftir af þriðja: 59-53 fyrir Þór og Grétar Ingi að fá sína fjórðu villu í liði Þórs en Grétar hafði leikið afar vel þessar rúmu fimm mínútur í þriðja leikhluta. 
 
– 6.02mín eftir af þriðja: 57-49 fyrir Þór og hér stilla dómarar leiksins víða til friðar. Hitastigið fer hækkandi með hverri mínútunni.
 
– 7.28mín eftir af þriðja: 55-47… Gummi Jóns að setja þrist fyrir Þór og KR-ingar taka leikhlé. Þór opnar annan leikhluta 9-2.
 
– Síðari hálfleikur er hafinn og Þór leiðir 50-47 eftir körfu frá Grétari Inga sem hann skoraði eftir sóknarfrákast.
 
– Skotnýting liðanna í hálfleik:
Þór Þorlákshöfn: Tveggja 61,9%, þriggja 30% og víti 68,8%
KR: Tveggja 37,9%, þriggja 60% og víti 83,3%
 
– Hálfleikur: 46-45 fyrir Þór í hálfleik. Hér varð smá reikistefna á lokasekúndunum, Govens fékk tvö víti en í sókninni sem brotið var á honum fékk Janev einnig dæmda á sig óíþróttamannslega villu. KR tók tvö víti og minnkaði muninn í 46-45. Þeir fengu svo innkast við miðjuna og náðu ekki að skora í lokasókninni. Þór leiðir því 46-45 í hálfleik. Stigahæstur hjá Þór í hálfleik er Darrin Govens með 14 stig og 8 stoðsendingar. Hjá KR er Robert Ferguson með 11 stig og 5 fráköst.
 
– 1.00mín eftir af öðrum: 45-40 fyrir Þór. Henley að skora á blokkinni. 
 
– 2.28mín eftir af öðrum: 38-40 fyrir KR. Gestirnir eru að ,,fronta" solítið á blokkinni og það gefur vel enda hafa þeir komist inn í þrjár sendingar sem Þórsarar reyna yfir varnarmanninn.
 
– 4.22mín eftir af öðrum: 35-32 fyrir Þór, Guðmundur Jónsson að setja 1 af 2 vítum en Gummi er ekki kominn í skotgírinn í kvöld, er ekki alveg að detta hjá honum þennan fyrri hálfleikinn.
 
– 6.00mín eftir af öðrum: 30-30 og Þórsarar aðeins búnir að fá dæmdar á sig þrjár villur eftir 15 mínútna leik. Vörn heimamanna ekki alveg jafn grimm og í síðustu tveimur leikjum.
 
– 6.30mín eftir af öðrum: 28-28 og Brown jafnar fyrir KR eftir að hafa skilið Darra Hilmars eftir í reyk.
 
– 7.56mín eftir af öðrum: 26-21 fyrir Þór sem opna annan leikhluta með 7-3 áhlaupi.
 
– Fyrsta leikhluta lokið: 19-18 fyrir Þór. 3 með 4 stig hjá Þór og Ferguson 7 stig og 3 fráköst í liði KR. Kappinn ætlar greinilega að sýna hvað í sér býr eftir 2 stig og 5 villur í síðasta leik.
 
– 1.23mín eftir af fyrsta: KR-ingar taka leikhlé, Þór leiðir 18-14 og Blagoj Janev hefur verið seigur í fráköstunum fyrir Þór hér á upphafsmínútunum og kominn með 6 stykki.
 
– 2.00mín eftir af fyrsta: 16-14 fyrir Þór og þessi fjórði leikur liðanna fer vel af stað.
 
– 4.00mín eftir af fyrsta: Gummi Jóns að koma Þór í 12-9 með þrist eftir stoðsendingu frá Govens.
 
– 5.55mín eftir af fyrsta: Grétar Ingi að fá sína aðra villu í liði Þórs og staðan er 7-7. 
 
– 6.55mín eftir af fyrsta: 3-2 fyrir Þór og skotin vilja ekki niður hjá liðunum þessar upphafsmínúturnar.
 
– Janev gerir fyrstu stig leiksins fyrir heimamenn úr þriggja stiga skoti! 3-0.
 
– Leikur er hafinn!
 
– Hér var verið að kynna heimamenn í Þór til leiks, Grétar Ingi body-bumpaði lukkudrekann svo hausinn tók næstum því af…
 
– Nú eru um fimm mínútur í leik og hér koma byrjunarliðin:
Byrjunarliðin:
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens, Guðmundur Jónsson, Darri Hilmarsson, Blagoj Janev og Grétar Ingi Erlendsson.
KR: Joshua Brown, Dejan Sencanski, Martin Hermannsson, Finnur Atli Magnússon og Rob Ferguson.
 
– Óskar Ófeigur Jónsson er mættur til að ,,statta" leikinn en hann hefur nú nokkrum sinnum áður tekið tölfræðina í körfuboltaleik.
 
– Dómarar kvöldsins eru þeir Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson. Eftirlitsdómari er Jón Bender. 
 
Mynd/ [email protected] Hér í Icleandic Glacial Höllinni myndaðist löng ,,spray-röð" og er æskan vel merkt grænu á leiknum í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -