spot_img
HomeFréttirÞór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni sjötta árið í röð

Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni sjötta árið í röð

Lið: Þór Þorlákshöfn
Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 0
Síðasti titill: Meistarar meistaranna 2016
Staða eftir deildarkeppni 2016-2017: 5. sæti
Mótherji í 8-liða úrslitum: Grindavík

Innbyrðisviðureignir gegn Grindavík í vetur:
Rauði þráður 8-liða úrslitanna er að liðin skiptu öll með sér deildarviðureignunum. Grindavík vann spennuslag í Mustad-höllinni 73-71 en Þór hafði sigur í Icelandic Glacial Höllinni 96-85.

Hvað þarf Þór að gera til að komast í undanúrslit?
Þór verður að passa sig á að lenda ekki í þeirri aðstöðu að láta Tobin Carberry bera of mikið, nóg hefur maðurinn á sinni könnu svo þeim er hollara að koma með drjúgt framlag frá öðrum leikmönnum. Carberry er þungamiðja Þórsliðsins og þarna fer magnaður íþróttamaður. Þór og Grindavík eiga það sameiginlegt eins og kannski mörg önnur lið úr miðjukófinu fræga í deildarkeppninni að stöðugleikinn hefur ekki verið eins og best verður á kosið.

Hvað gæti farið úrskeiðis?
Það sem gæti farið úrskeiðis væri einbeitingarskortur í ranni Þórsara, það kostaði þá einmitt tvö stig úti í Grindavík í deildarkeppninni. Þessi staðreynd hangir við liðið eins og svo mörg önnur og fellur jafnvel undir stöðugleikapælinguna.

Lykilleikmaður:
Vafalítið Tobin Carberry en leikmenn á borð við Ragnar, Halldór, Maciej, Ólaf Helga og Emil Karel fá nákvæmlega engan afslátt þetta árið. Varnarlega hefur Ólafur Helgi gríðarlega þýðingu fyrir Þór og sóknarmegin eiga leikmenn á borð við Emil, Maciej og Ragnar að geta dregið það mikið til sín að Carberry geti verið lausari við.

Fylgist með:
Halldór Garðar Hermannsson er leikmaður sem vert er að gefa nánari gaum, mikill baráttukall og tekur lítið til sín sóknarlega. Liðsmaður mikill og hreinræktað leiðtogaefni hér á ferðinni. Þessi spilari verður farinn að fronta Þór ekki síðar en á næsta tímabili.

Spá hlustenda:
Fyrir síðasta þátt af Podcasti Karfan.is voru hlustendur beðnir um að spá fyrir um úrslit þessa einvígis. Flestir eða 30% svarenda telja að Þór Þorlákshöfn vinni einvígið í fjórða leik. Næstflestir eða 26% telja að Grindavík vinni seríuna í oddaleik. Alls 59% aðspurðra veðja á Þór og 41% Grindavík.

Leikdagar í 8-liða úrslitum
Leikur 1: 16. mars Grindavík – Þór Þorlákshöfn
Leikur 2: 19. mars Þór Þorlákshöfn – Grindavík
Leikur 3: 22. mars Grindavík – Þór Þorlákshöfn – beint á Stöð 2 Sport

Ef þarf
Leikur 4:
24. mars Þór Þorlákshöfn – Grindavík
Leikur 5: 26. mars Grindavík – Þór Þorlákshöfn

Einar Árni Jóhannsson – þjálfari

Emil Karel Einarsson

Fréttir
- Auglýsing -