spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÞór spyrnti sér úr fallsæti með sterkum sigri á Egilsstöðum

Þór spyrnti sér úr fallsæti með sterkum sigri á Egilsstöðum

Þór lagði Hött á Egilsstöðum í kvöld í lokaleik 14. umferðar Subway deildar karla, 83-86. Eftir leikinn er Þór í 10. sæti deildarinnar með 8 stig á meðan að Höttur er sæti ofar, í því 9. með 10 stig.

Gestirnir úr Þorlákshöfn hófu leik kvöldsins betur. Leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 18-23. Undir lok fyrri hálfleiksins bæta þeir enn við forskot sitt og eru 10 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 33-43.

Heimamenn taka svo við sér í upphafi þriðja fjórðungs, en ná lítið að vinna á forystu Þórs, sem enn eru 12 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 57-69. Í þeim fjórða kemur svo áhlaup heimamanna. Höttur nær að skera muninn niður í eitt stig undir lok leiksins, en komast ekki nær. Niðurstaðan að lokum þriggja stiga sigur Þórs, 83-86.

Atkvæðamestir fyrir heimamenn í leiknum voru Timothy Guers með 27 stig og Bryan Alberts með 16 stig.

Fyrir Þór var Fotios Lampropoulos atkvæðamestur með 23 stig og 5 fráköst. Þá bætti Vinnie Shadid við 23 stigum og 8 stoðsendingum.

Bæði lið eiga leik næst komandi fimmtudag 2. febrúar, en þá heimsækir Þór KR í Vesturbæinn og Höttur mætir Tindastól á Sauðárkróki.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -