spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaÞór slátrað í Keflavík

Þór slátrað í Keflavík

Keflavík tók á móti Þór Akureyri í Dominos deild karla í kvöld í Blue höllinni. Keflavík eru á toppi deildarinnar en Þór er í baráttu á botninum.

Heimamenn byrjuðu betur en gestirnir frá Akureyri voru fljótir að komast inn í leikinn og fyrsti leikhlutinn var jafn og spennandi. Staðan eftir fyrsta leikhluta 24 – 20.

Annar leikhluti var áfram spennandi, Keflavík leiddi og Þór eltu. Keflavík komust mest 9 stigum yfir þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum. Þórsarar gerðu vel, hleyptu Keflavík aldrei of langt frá sér. Bæði Edi og Alcolando fengu þriðju villuna í leikhlutanum, gæti reynst dýrt seinna í leiknum, vonum ekki leiksins vegna. Staðan í hálfleik 48 – 42.

Heimamenn mættu betur stemmdir í þriðja leikhluta. Það var þó pínulítið eins og Keflavík væri að gera hlutina aðeins of flókna á meðan Þór hélt sér inn í leiknum með að skora úr opnum skotum. Þegar líða fór á leikhlutann fóru þó Keflvíkingar að bæta í og voru komnir 15 stigum yfir þegar rúmmlega tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Heimamenn hreinlega gerðu út um leikinn í kjölfarið. Staðan eftir þriðja leikhluta 78 – 52.

Þór skoraði fyrstu stigin í fjórða leikhluta og eftir rúmar þrjár mínútur voru Keflvíkingar enn stigalausir. Leikurinn samt sem áður unninn og völlurinn fylltist smám saman af leikmönnum sem fá ekki mikið af mínútum. Hörður Axel sem vanalega er með hvað flestar mínútur í leik heimamanna fékk algjöra hvíld í leikhlutanum. Lokatölur 102 – 69.

Byrjunarlið:

Keflavík: Dominykas Milka, Deane Williams, Hörður Axel Vilhjálmsson Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson.

Þór Akureyri: Andrius Globys, Derick Deon Basile, Srdan Stojancovic, Ohouo Guy Landry Edi og Ivan Aurrecoechea Alcolado.

Hetjan:

Dominykas Milka átti góðan leik eins og venja er orðin og kemur engum á óvart. Það var samt Hörður Axel sem leiddi Keflavíkurliðið til sigurs. Hann var stórkostlegur í kvöld, setti 19 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar án þess að spila mínútu í fjórða leikhluta.

Kjarninn:

Þór Akureyri byrjaði leikinn vel og leit vel út í hálfleik. Keflavík sem leiddu allan leikinn og gerðu út um hann í þriðja leikhluta sem þeir unnu 30 – 10.

Tölfræði

Viðtöl:

Hörður Axel Vilhjálmsson

Hjalti Þór Vilhjálmsson

Bjarki Ármann Oddsson

Fréttir
- Auglýsing -