spot_img
HomeFréttirÞór náði í tvö stig í Stykkishólm

Þór náði í tvö stig í Stykkishólm

Þór Akureyri lagði Snæfell í nýliðaslag í Stykkishólmi í Subway deild kvenna í kvöld, 53-76.

Leikurinn var sá fyrsti hjá báðum liðum eftir að deildinni var skipt upp í A og B deild, en eftir hann er Þór með átta sigra það sem af er tímabili á meðan að Snæfell hefur unnið tvo leiki.

Best í liði heimakvenna í kvöld var Shawnta Shaw með 18 stig, 11 fráköst og 3 stoðsendingar. Henni næst var Mammusu Secka með 11 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Fyrir Þór voru atkvæðamestar Madison Sutton með 23 stig, 13 fráköst, 4 stoðsendingar og Lore Devos með 24 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bæring Nói)

Viðtöl / Arnór Óskarsson

Fréttir
- Auglýsing -