spot_img
HomeFréttirÞór mátti hafa verulega fyrir stigunum á Egilsstöðum

Þór mátti hafa verulega fyrir stigunum á Egilsstöðum

Höttur og Þór öttu kappi á Egilsstöðum í kvöld í nokkuð spennandi leik. Hattarar voru sprækir í byrjun og komust í 7-0 en þá tóku gestirnir við sér og unnu leikhlutann 24-28. Undir lok fyrsta leikhluta meiðist Vance Hall og átti ekki eftir að koma meira við sögu.

Þórsarar bættu síðan í í öðrum leikhluta og settu upp mikla þriggjastiga sýningu og leiddu í hálfleik með tólf stigum 44-56.

Heimamenn bitu á jaxlinn og spiluðu ágætan þriðja leikhluta sem þei vinna með sjö stigum og munurinn fyrir loka leikhlutann aðeins fimm stig 71-76.

Loka leikhlutinn var spennandi lengst af en Þórsarar héldu engu að síður um fimm stiga forskoti sem heimamenn náðu bara ekki að vinna upp. Síðasta mínútuna var gekk Hattarmönnum lítið að skora og gestirnir juku forskotið og loka niðurstaðan ellefu stiga tap Hattar í síðasta heimaleik vetrarins 93-104.

Eysteinn var stigahæstur heimamanna með sína fyrstu þrennu 29/10/10 og Tobin kom næstur með 27/10/6.

Þórsarar dreifðu stigaskorinu mjög vel en sjö leikmenn skora tíu stig eða meira auk þess sem þeir setja niður fjórtán þrista. Atkvæðamestur var Ragnar Örn með 20 stig og Natvélin með 14/13.

Raggi Nat var kampakátur eftir leik og veitti sveittasta faðmlag sem undirritaður hefur fengið lofaði hann að segja eitthvað gáfulegt. ,,Við byrjuðum skringilega en komum svo sterkir inn í annann leikhlutann og síndum eginlega bara karakter því að kaninn okkar meiddist í lok fyrsta leikhluta og þá var það eginlega bara make og break fyrir okkur. Sem betur fer stigum við upp bara, en þetta var hörku leikur og þó við spilum þokkalega vörn þá skora þeir 93 stig á okkur sem er fáránlegt fyrst þeir eru fallnir svona gott lið. Þetta er hörku heimavöllur og als ekki sjálfsagt að sigra hérna og þó að við höfum náð að stoppa Mirko þokkalega þá var Eisteinn að skjóta okkur í hel.“

En hvernig líst þér á úrslitakeppnina? ,,Heyrðu bara mjög vel, eins og staðan er í dag erum við í fimmta sæti er ég nokkuð viss um og mætum Haukum og við eigum svoldið inni á Hauka þannig við erum bara spenntir en eigum samt einn leik eftir og það þarf að klára hann“.

Viðar Örn þjálfari Hattar var ánægður með sóknina og 93 stig en sagðist ekki sáttur með varnarleikinn sérstaklega í fyrri hálfleik. ,,Raggi Braga klárar þetta með risa þristum í lokin. En við vinnum frákastabaráttuna þannig að það eru jákvæðir punktar“.
,,Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur sérstaklega eftir áramótin og við verið í close leikjum og margir hjá okkur að sýna sig í efstu deild sem enginn þekkti áður. Kannski erfitt að peppa sig í þennann leik þar sem við vorum þegar fallnir og það hefur kannski vantað aðeins drápseðlið í okkur í vetur“.

Tölfræði leiksins

Myndasafn/ Atli Berg Kárason

Umfjöllun og viðtöl/ Frosti Sigurðarson

Fréttir
- Auglýsing -