spot_img
HomeFréttirÞór lagði Snæfell í nýliðaslag í Stykkishólmi

Þór lagði Snæfell í nýliðaslag í Stykkishólmi

Þór Akureyri lagði Snæfell í kvöld í Stykkishólmi í 12. umferð Subway deildar kvenna.

Eftir leikinn er Þór í 5. sæti deildarinnar með sjö sigra og fimm töp á meðan að Snæfell er í 10. sætinu, enn án sigurs eftir fyrstu 12 umferðirnar.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Shawnta Shaw með 16 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá bætti Jasmina Jones við 16 stigum og 4 fráköstum.

Fyrir gestina frá Akureyri var það Lore Devos sem dró vagninn með 37 stigum, 10 fráköstum, 5 stoðsendingum og henni næst var Hrefna Ottósdóttir með 17 stig og 5 fráköst.

Bæði lið eiga leik næst komandi þriðjudag 12. desember, en þá tekur Þór á móti Íslandsmeisturum Vals og Snæfell mætir Stjörnunni í Garðabæ.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -