spot_img
HomeFréttirÞór lagði Snæfell í Höllinni

Þór lagði Snæfell í Höllinni

Þór lagði Snæfell í Höllinni á Akureyri í kvöld í Subway deild kvenna, 84-72.

Eftir leikinn er Þór í 1.-2. sæti B deildarinnar með 18 stig líkt og Valur á meðan að Snæfell er í 4. sætinu með 4 stig.

Atkvæðamest í liði Þórs var hin 15 ára gamla Emma Karólína Snæbjarnardóttir með 19 stig og 7 fráköst. Þá var Madison Sutton með 16 stig, 10 fráköst, 5 stoðsendingar og Lore Devos með 16 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.

Fyrir Snæfell var Shawnta Shaw atkvæðamest með 30 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Henni næst var Mammusu Secka með 16 stig og 7 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -