spot_img
HomeFréttirÞór lagði Íslandsmeistara Tindastóls í Þorlákshöfn

Þór lagði Íslandsmeistara Tindastóls í Þorlákshöfn

Þór hafði betur gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í Þorlákshöfn í kvöld í 9. umferð Subway deildar karla, 96-79

Eftir leikinn er Þór í 2.-4. sæti deildarinnar með sex sigra líkt og Keflavík og Valur, en liðin eru einum sigurleik fyrir neðan Njarðvík sem er í efsta sætinu. Tindastóll er hinsvegar einum sigurleik fyrir aftan með fimm sigra eftir fyrstu níu umferðirnar.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn ekkert sérstaklega spennandi á lokamínútunum. Heimamenn voru með tögl og haldir allt frá fyrstu mínútu þangað til að yfir lauk. Tindastóll átti þó ágætis áhlaup í leiknum þar sem þeir náðu m.a. að koma forskoti heimamanna niður fyrir 10 stigin í upphafi lokaleikhlutans. Allt kom þó fyrir ekki og Þór vann nokkuð þægilega eftir tíðindalitlar lokamínútur, 96-79.

Bestur í liði Þórs í kvöld var Jordan Semple með 16 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir Tindastól var Adomas Drungilas skástur með 17 stig, 9 fráköst og 3 stolna bolta.

Bæði lið eiga leik næst komandi fimmtudag 7. desember, en þá fær Þór granna sína úr Hamri í heimsókn á meðan að Tindastóll mætir Hetti heima í Síkinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -