spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaÞór lagði Hött í þriðju deildinni

Þór lagði Hött í þriðju deildinni

Þór B lagði Hött B með 83 stigum gegn 69 í 3. deild karla í körfuknattleik í dag, en leikurinn fór fram í Íþróttahúsi Síðuskóla. Leikurinn var í járnum í fyrsta leikhluta en sprækt lið Hattarmanna spilaði ákafa vörn, sem setti Þórsara aðeins út af laginu. Þórsarar náðu betri tökum á leiknum í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 44:33 heimamönnum í vil.

Leikurinn jafnaðist í þriðja leikhluta en Þórsarar leiddu engu að síður með 13 stigum í lok þriðja leikhluta. Þórsarar náðu mest 22 stiga forystu í fjórða leikhluta en Hattarmenn náðu að minnka muninn í 11 stig þegar um 4 mínútur voru eftir. Þórsarar sigldu þó öruggum sigri í höfn (83:69).

Björn Benediktsson (19 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar) og Einar Húmi (21 stig) voru bestu menn Þórsara í dag. Þá átti Stefán Vilberg góða spretti og kom með góða baráttu í liðið. Einar Helgason var illviðráðanlegur í liði Hattarmanna og skoraði allt að því að vild í fyrri hálfleik. Gamli refurinn Elvar Steinn Traustason hélt hinsvegar aftur af honum í seinni hálfleik og var auk þess duglegur að mata liðsfélaga sína með stoðsendingum.

Stig Þór B: Einar Húmi 21, Björn Benediktsson 19, Arnór Jónsson 11, Andri Már Jóhannesson 10, Elvar Traustason, Stefán Vilberg Leifsson 8, Ólafur Eyjólfsson 4, Páll Nóel Hjálmarsson og Sæþór Bjarki 2

Stig Hattar B: Einar Helgason 22, Vernharður Snæþórsson 19, Viðar Örn Hafsteinsson 11, Bóas Jakobsson 9, Sigurjón Trausti 4 og Svanur Jóhannsson 4.

Umfjöllun / thorsport.is

Myndasafn (Pallí Jóh)

Fréttir
- Auglýsing -