Í kvöld tókust heimamenn í Þór Þorlákshöfn og Tindastólsmenn á í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins. Jafnræði var með liðunum stóran hluta fyrri hálfleiks en svo tóku Þórsarar áhlaup um miðbik annars fjórðungs, en staðan í hálfleik var 45-38 heimamönnum í vil.
Þórsarar héldu yfirhöndinni í síðari hálfleiknum en þeir náðu mest 17 stiga forskoti og sigurinn í rauninni aldrei í hættu. Fór svo að Þórsarar unnu leikinn með 10 stiga mun 85-75.
Besti maður vallarins í kvöld var bandaríski leikmaður Þórs, Vance Hall, næstir honum í liði Þórs voru þeir Emil Karel og Ragnar Örn, besti leikmaður Tindastóls í leiknum var Darrel Lewis.
Þórsarar spiluðu flotta og aggressíva vörn í leiknum sem að gestirnir voru á tíðum í vandræðum með, en Þórsarar voru með marga klaufalega tapaða bolta. Fínn leikur að baki í Icelandic Glacial Höllinni milli tveggja liða sem ætla má að standi sig vel í vetur.
Umfjöllun/ Vilhjálmur Atli Björnsson
Mynd úr safni/ Miðherjinn Ragnar Nathanaelsson var með 14 stig og 9 fráköst í kvöld.



