spot_img
HomeFréttirÞór flengdi bikarmeistara Stjörnunnar

Þór flengdi bikarmeistara Stjörnunnar

Í kvöld öttu kappi Þór frá Þorlákshöfn og nýkrýndir bikarmeistarar Stjörnunar í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn. Heimamenn byrjuðu töluvert betur og voru að spila vel en Stjörnumenn komu værukærir til leiks, staðan að loknum fyrsta fjórðungi var 27-13 heimamönnum í vil. Í öðrum leikhluta bættu Þórsarar í og léku á als oddi og leiddu 59-37 í hálfleik. Þórsarar juku forystuna aðeins í síðari hálfleik og kláruðu varamannabekkir liðana leikinn og sýndu fín tilþrif. Lokatölur 111-79 fyrir Þór.
 
 
Hjá Þórsurum voru margir góðir og mikil barátta og eljusemi í liðinu öllu, eljusemi er dyggð eins og maðurinn sagði, helst ber að nefna Tómas, Emil og Grétar. Marvin var líflegastur hjá Stjörnunni en þeir vilja áreiðanlega gleyma þessum leik sem fyrst.
 
 
Þór Þ.-Stjarnan 111-79 (27-13, 32-24, 35-24, 17-18)
 
Þór Þ.: Tómas Heiðar Tómasson 25, Emil Karel Einarsson 21, Grétar Ingi Erlendsson 20/9 fráköst, Darrin Govens 12, Nemanja Sovic 11/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 7/6 stoðsendingar, Jón Jökull Þráinsson 5, Oddur Ólafsson 5/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2, Davíð Arnar Ágústsson 0, Baldur Þór Ragnarsson 0/9 stoðsendingar.
Stjarnan: Marvin Valdimarsson 15/8 fráköst, Justin Shouse 15, Jeremy Martez Atkinson 14/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 12/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 10, Daði Lár Jónsson 5, Elías Orri Gíslason 4, Ágúst Angantýsson 2, Brynjar Magnús Friðriksson 2, Sigurður Dagur Sturluson 0/4 fráköst.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Steinar Orri Sigurðsson
 
 
Skemmtilegar staðreyndir um leikinn
Glöggir áhorfendur tóku eftir að því að það vantaði sjúkaraþjálfarann valinkunna Hjört Sigurð Ragnarsson á bekkinn hjá heimamönnum, en hann er í “vinnuferð” í Danaveldi.
 
Kosning fór fram í stúkunni í hálfleik um kynþokkafyllsta leikmann vallarins en hnossið greip Þorsteinn “Stan the man with the tan” Ragnarsson, greinilegt að þessir þrír ljósatímar sem hann fór í í síðustu viku eru að skila sér.
 
Umfjöllun: Vilhjálmur Atli Björnsson
Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson
  
Fréttir
- Auglýsing -