spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÞór dregur lið sitt úr keppni

Þór dregur lið sitt úr keppni

Þór hefur ákveðið að draga kvennalið sitt úr keppni í 1. deild kvenna. Þetta tilkynnti félagið með fréttatilkynningu fyrr í dag. Liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar á síðasta tímabili, en komst ekki áfram úr undanúrslitum deildarinnar.

Fréttatikynningu Þórs má lesa í heild hér fyrir neðan, en helstar ástæður gefnar fyrir þessu sé skortur á leikmönnum. Þar sem liðið meðal annars missti fimm lykilleikmenn frá sér nú í sumar.

Fréttatilkynning Þórs:

Upp er komin sú staða að körfuknattleiksdeild Þórs hefur neyðst til að draga meistaraflokk kvenna út úr keppni í 1. deild tímabilið 2019-2020. 

Þessi staða er mikil vonbrigði en liðið hefur séð á eftir mörgum leikmönnum og hópurinn því orðinn mjög fámennur. Frá síðasta tímabili hefur liðið misst a.m.k. fimm lykilleikmenn úr litlum hóp.

Horft til framtíðar. Í yngri flokkum kvenna er að finna margar efnilegar stúlkur sem í framtíðinni eiga eftir að taka við keflinu en eru enn fullungar til að taka á sig þá ábyrgð sem því fylgir að spila í meistaraflokki. Því hefur körfuknattleiksdeild Þórs ákveðið að fara af stað með stúlknaflokk og þannig horfa til framtíðar með þeirri uppbyggingu yngri flokka kvenna að leiðarljósi. Búið er að ráða Jón Inga Baldvinsson til að stýra því verkefni og mun hann því þjálfa stúlknaflokk. Jón Ingi er einnig starfandi yfirþjálfari yngri flokka. 

Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs vonar að stuðningsmenn liðsins sýni þessari erfiðu ákvörðun stjórnar skilning og standi hér eftir sem hingað til á bak félagið. 

Meistaraflokkur Þórs mun snúa aftur síðar öflugra sem aldrei fyrr. Æfingar eru hafnar hjá stúlknaflokki og segir Jón Ingi að öllum stúlkum sem hafa áhuga á að prufa körfubolta velkomið að mæta sjá hvort þetta sé ekki íþrótt sem þeim hentar. 

Með körfuboltakveðjum
Stjórnin 

Fréttir
- Auglýsing -