spot_img
HomeFréttirÞór Akureyri skelltu Breiðablik í Smáranum

Þór Akureyri skelltu Breiðablik í Smáranum

Breiðablik fékk Þór Akureyri í heimsókn í Smárann í leik sem fór 58-75 fyrir gestunum. Hjá Breiðablik var Brynjar Karl Ævarsson með 15 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Í liði Þórsara var Andrew Jay Lehman með 21 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar.

 

Það var vel mætt í Smárann í kvöld og stuðningsmenn beggja liða á svæðinu. Karlaliðin áttu seinni leik kvöldsins og mikil stemning í húsinu. Það voru gestirnir sem settu fyrstu stigin í leiknum en heimamenn í þurftu tvær mínútur til að komast á blað. Eftir það voru það þó Blikarnir sem stýrðu leikhlutanum og héldu alltaf smá forystu. 1. leikhluti fór 19-13 fyrir Breiðablik 

 

Það var ekki sama sagan í 2. leikhluta en hann var algjörlega eign Þórsara. Um miðjan leikhlutann voru gestirnir ekki bara búnir að jafna heldur komnir yfir og Blikarnir skoruðu ekki stig seinni fimm mínútur leikhlutans. Það væri fljótlegast og einfaldast að lýsa leikhlutanum þannig að annars vegar gekk allt upp hjá einu liðinu og hinsvegar gekk ekkert hjá hinu liðinu. Leikhlutinn endaði 6-20 fyrir Þórsurum og staðan því 25-33 í hálfleik, gestunum í vil.

 

 

Þrátt fyrir yfirburði gestanna í 2. leikhluta þá var munurinn ekki nema 8 stig við upphaf 3. leikhlutans. Fyrstu mínútur leikhlutans spiluðust nokkuð jafnt eða allt þar til Þórsarar settu niður hvern þristinn á fætur öðrum. Þórsarar smelltu niður fimm af sínum sjö þristum í þessum leikhluta. Svona stór skot eiga það ekki einungis til að kveikja í liðinu sem setur þau heldur einnig að slökkva í liðinu sem fær þau svona í andlitið. Það var sagan í þessum leik, Þórsarar hefðu á köflum geta rifið þakið af húsinu bara með fagnaðarlátunum á bekknum. Gestirnir áttu þennan leikhluta líka en hann fór 14-29 og staðan því 39-62 fyrir lokasprettinn.

 

Til þess að snúa leiknum sér í hag og næla sér í sigur hefði Breiðablik þurft að vinna 4. leikhlutann með yfir 23 stigum. Leikhlutinn spilaðist í raun nokkuð jafnt en munurinn var orðinn of mikill til að heimamenn næðu leiknum aftur í sínar hendur. Breiðablik sigraði þenna leikhluta 19-13, og lokatölur í Smáranum því 48-75.

 

Brei?ablik-Þór Ak. 58-75 (19-13, 6-20, 14-29, 19-13)

Brei?ablik: Brynjar Karl Ævarsson 15/5 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 12/6 fráköst, Breki Gylfason 11, Ragnar Jósef Ragnarsson 6/4 fráköst, Snjólfur Björnsson 5, Kjartan Ragnars Kjartansson 4/5 fráköst, Davð? Guðmundsson 2, Garðar Pálmi Bjarnason 2/4 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 1/5 sto?sendingar, Matthías Örn Karelsson 0, Halldór Halldórsson 0, Aron Brynjar ?ór?arson 0. 

Þór Ak.: Andrew Jay Lehman 21/8 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 16/7 fráköst/3 varin skot, ?röstur Leó Jóhannsson 13/4 fráköst, Ragnar Helgi Fri?riksson 12/6 fráköst/10 sto?sendingar, Danero Thomas 9/7 fráköst, Arnór Jónsson 2, Sindri Daví?sson 2, Svavar Sigur?ur Sigur?arson 0, Elías Kristjánsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Jón Ágúst Eyjólfsson 0. 

Fréttir
- Auglýsing -