Þór Akureyri lögðu heimakonur í Ármann í kvöld í opnunarleik fyrstu deildar kvenna, 68-78.
Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur, þar sem liðin skiptust á forystunni í nokkur skipti. Í lokaleikhlutanum voru gestirnir frá Akureyri þó mun sterkari, vinna þann fjórða með 14 stigum, 12-26 og leikinn að lokum með 10, 68-78.
Atkvæðamest fyrir Þór í leiknum var Hrefna Ottósdóttir með 27 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Þá bætti Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir við 16 stigum, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Fyrir heimakonur var það Jónína Þórdís Karlsdóttir sem dró vagninn með 10 stigum, 14 fráköstum og 9 stoðsendingum og Telma Lind Bjarkadóttir skilaði 21 stigi og 6 fráköstum.