spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÞór Akureyri semur við þrjá leikmenn

Þór Akureyri semur við þrjá leikmenn

Þór Akureyri hefur samið við þrjá nýja leikmenn fyrir keppni í 1. deildinni á komandi tímabili, einn Bandaríkjamann og tvo Íslendinga; annar þeirra kemur frá Hetti og hinn frá Tindastóli.

Leikmennirnir eru skotbakvörðurinn Michael Walcott, Reynir Bjarkan Róbertsson, bakvörður, og miðvörðurinn Sigurjón Trausti Guðgeirsson Hjarðar.

Reynir er 188 sm hár bakvörður, fæddur árið 2004. Hann spilaði á síðasta ári fyrir Íslandsmeistara Tindastóls en auk þess var hann lykilmaður í ungmennaflokksliði Stólanna sem vann sína deild. Sigurjón kemur til Þórs frá Hetti þar sem hann var í æfingahópi meistaraflokks á síðasta ári en vegna meiðsla og styrks hópsins fékk Sigurjón ekki mörg tækifæri til að sanna sig. Sigurjón er 202 sm framherji fæddur árið 2000. Michael er 183 sm skotbakvörður fæddur 1989 í Bandaríkjunum. Hann hefur búið á Íslandi undanfarin þrjú ár og hefur á þeim tíma spilað fyrir fjölda liða. Á næsta ári mun Mike færast inn á þriggja ára regluna og því getað spilað án hamla.

Fréttir
- Auglýsing -