spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaÞór Akureyri semur við þjálfara og þrjá leikmenn

Þór Akureyri semur við þjálfara og þrjá leikmenn

Þór Akureyri hefur framlengt samningi sínum við þjálfara sinn Daníel Andra Halldórsson til næstu tveggja ára í Subway deild kvenna. Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum.

Þá framlengdu einnig samninga sína leikmennirnir Valborg Eva Bragadóttir og Katrín Eva Óladóttir fyrir næsta tímabil og Emma Karólína Snæbjarnardóttir til næstu tveggja tímabila

Fréttir
- Auglýsing -