spot_img
HomeFréttirÞór Akureyri semja við níu leikmenn

Þór Akureyri semja við níu leikmenn

Þór Akureyri samdi í gærkvöldi við níu Íslenska leikmenn sem munu taka slaginn með Þór í Domino´s deildinni á komandi tímabili. 

Af þessum níu leikmönnum eru sjö þeirra uppaldir Þórsarar en tveir þeirra (Ragnar og Hlynur Freyr) koma úr röðum Tindastóls.

Hlynur Freyr gekk til liðs við Þór síðastliðið haust en Ragnar á nú að baki þrjú tímabil með Þór.

Aðrir sem undirrituðu koma upp úr yngri flokkastarfi Þórs. Allir hafa þessir leikmenn komið við sögu með meistaraflokki mismikið þó og m.a. í efstu deild. 

Þeir sem undirrituðu í gær voru:

Júlíus Orri Ágústsson 19 ára bakvörður leikstjórnandi og fyrirliði.

Andri Már Jóhannesson 19 ára framherji. 

Ólafur Snær Eyjólfsson 17 ára bakvörður. 

Páll Nóel Hjálmarsson 18 ára bakvörður. 

Smári Jónsson 20 ára bakvörður. 

Kolbeinn Fannar Gíslason 19 ára framherji. 

Ragnar Ágústsson 19 ára framherji. 

Hlynur Freyr Einarsson 23 ára framherji. 

Arnar Þór Stefánsson 20 ára bakvörður.

Fréttir
- Auglýsing -