spot_img
HomeFréttirÞór Akureyri lagði Benfica í Portúgal

Þór Akureyri lagði Benfica í Portúgal

Nýliðar Þórs Akueyri eru þessa dagana á æfingaferð í Portúgal þar sem þær undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna.

Eins og sjá má hér fyrir neðan í samfélagsmiðlafærslu félagsins lögðu þær heimakonur í Benfica með minnsta mun mögulegum í einum æfingaleikja sinna í ferðinni, 78-79.

Það verður sannkallaður nýliðaslagur í fyrsta leik Subway deildar kvenna hjá Þór, þar sem þær taka á móti Stjörnunni í Höllinni á Akureyri þann 26. september.

Ert þú með fréttir af æfingaleikjum? Sendu okkur línu á karfan@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -