spot_img
HomeFréttirÞór Akureyri-KR frestað vegna veðurs

Þór Akureyri-KR frestað vegna veðurs

KKÍ tilkynnti fyrir skemmstu að ekki yrði af leik Þórs Akureyri og KR í Dominosdeild karla. Ófært er til Akureyrar og leikmenn KR-inga hafa enga leið til að komast á keppnisstað.

Einn KR-ingur slapp í gegn, en Matthías Orri Sigurðsson náði flugi nægilega snemma í morgun að hann komst. Allir aðrir liðsfélagar hans urðu hins vegar fastir ýmist á flugvellinum eða í rútu sem var þó komin norður á Blönduós þegar ákvörðunin var tekin.

Siglufjarðarleiðinni var lokað um kl.15 og Öxnadalsheiðinni var lokað skömmu seinna. Leikurinn getur því ekki farið fram.

Ekki liggur fyrir hvenær nýr leikdagur verður settur á.

Fréttir
- Auglýsing -