spot_img
HomeFréttirÞór Ak spilar ,,Fyrir Ágúst” í vetur

Þór Ak spilar ,,Fyrir Ágúst” í vetur

Lið Þórs Akureyrar mun í vetur leika í búningum sínum með áletruninna ,,Fyrir Ágúst” til að styðja við Ágúst Herbert Guðmundsson fyrrum körfuboltaþjálfara hjá Þór. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins þar sem segir:

Ágúst er einn af ástsælustu þjálfurum Þórs en varð að hætta þjálfun 2017 þegar hann greindist með MND og berst nú hetjulega við þann illvíga sjúkdóm.

Merkið ,,Fyrir Ágúst” hannaði systir Gústa, Ingibjörg Berglind á Cave canem hönnunarstofu, fyrir hóp sem tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni 2018 undir sammerktu nafni og safnaði áheitum fyrir MND félagið á Íslandi. Hópurinn hljóp fyrir Ágúst.  

Stjórn körfuknattleiksdeildar ákvað að setja merkið á keppnistreyju karlaliðsins enda stór hluti liðsins drengir sem Gústi þjálfaði til fjölda ára, hópur sem skilaði ófáum titlum í hús. 

Fréttir
- Auglýsing -