Þór Ak vann síðast í Ljónagryfjunni 3. desember 1989 https://t.co/B5GMJI7doC #korfubolti #dominos365
— Runar B Gislason (@rungis75) December 1, 2016
Fimm leikjum er nú lokið í níundu umferð Dominos deildar karla. Nokkuð var um óvænt úrslit og þá helst að Njarðvík tapaði á heimavelli gegn nýliðum Þórs Ak.
Stjarnan komst aftur á sigurbraut með góðum sigri á Grindavík sem hafði fyrir leikinn unnið fjóra leiki í röð í deildinni. Tindastóll hafði ansi öruggan sigur á Skallagrím og hefur nú unnið þrjá leiki í röð.
Haukar unnu svo Snæfell í Stykkishólmi og eru hólmarar enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins. Einnig fór fram leikur í 1. deild karla þar sem Höttur styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri á Hamri.
ÍR vann svo loksins leik í Seljaskóla en það gerðist síðast í fyrstu umferð gegn Snæfell. Það hafðist eftir æsispennandi lokasekúndur gegn Þór Þ.
Von er á frekari umfjöllun og viðtölum úr öllum leikjum dagsins en úrslitin má sjá hér að neðan:
Dominos deild karla:
Njarðvík 94-105 Þór Ak.
Tindastóll 97-75 Skallagrímur
Snæfell 78-97 Haukar
ÍR – Þór Þ
Stjarnan 75-64 Grindavík
1. deild karla:
Höttur 78-75 Hamar



