spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÞór Ak með sigur á Sindra - Ice Lagoon höllin vígð

Þór Ak með sigur á Sindra – Ice Lagoon höllin vígð

Þór AK sótti Sindra heim í Hornafjörðinn í fyrsta heimaleik þar á bæ.

Auk þess að vera fyrsti heimaleikur Sindra í fyrstu deild var þetta einnig vígsla á Ice Lagoon höllinni en íþróttahúsið á Höfn fékk vænlega andlitslyftingu fyrir tímabilið. Má þar helst nefna nýtt parket, nýjar körfur og var gömlu töflunni skipt út fyrir risa LED skjá.

Í hálfleik undirrituðu þeir Hjálmar Jens Sigurðsson, formaður stjórnar KKD Sindra og Ingvar Geirsson, eigandi Ice Lagoon, styrktarsamninginn fyrir framan fullu húsi heimamanna, en yfir 170manns mættu í höllina.

Gangur leiksins

Þór AK byrja betur og hreyfa boltann mjög vel í sókninni á meðan Sindramenn höfðu í fullu fangi við að elta og lentu snemma í villuvandræðum. Þór AK nýttu sér hægang í vörn heimanna og sóttu hratt í fyrsta leikhluta sem endaði 18 – 26.

Í öðrum leikhluta náðu Sindamenn að stilla sig af og svara fyrir sig en hraðinn á leiknum jókst til muna ásamt því að bæði lið sýndu mikinn hug og færðist hiti í leikinn. Þegar blásið er til hálfleiks eru heimamenn yfir 46-42.

Í seinni hálfleik mæta Þór AK mjög sannfærandi til leiks en heimamenn urðu eftir inní klefa. Nýttu Þór AK sér breiddina meðan heimamenn voru í villuvandræðum og urðu að vinna samkvæmt því. Ekki hjálpaði til að skot eftir skot frá Sindamönnum vildi ekki niður á meðan allt virstist ganga upp hjá Þór AK.

Staðan er 64-76 þegar farið er í fjórða leikhluta.

Þór AK byrja þann fjórða eins og þriðja, á fullum krafti en Mike Smith þjálfari Sindra er snöggur að kalla eftir leikhlé og heimamenn taka sig á.

Þór AK stýrðu leiknum í seinnihálfleik og var lítil ógn frá heimamönnum sem áttu þó góða spretta í restina.

Lokatölur úr Ice Lagoon höllinni Sindri 78 – 99 Þór AK

Þjálfarar

Mike Smith þjálfari Sindra telur Þór AK vera sterkasta liðið í deildinni og tekur margt jákvætt úr þesum fyrsta heimaleik, nefnir hann þá sérstaklega að leikmenn hafi bætt sig mjög mikið á stuttum tíma þó hópurinn þurfi ennþá smá fínpússun, starfið sé ný hafið og margt gott að gerast.

Lárus þjálfari Þór Ak sagði sýna menn hafi mætt ögn stressaða inní þennan fyrsta heimaleik Sindra og að það hafi tekið smá tíma að stilla saman strengi og finna taktinn en að lokum hafi Þórsarar náð að nýta breyddina og spiluðu sinn leik sem skilaði þeim sigri.

Hann hrósar umgjörðinni í kringum körfuna á Höfn og sagði Hornfirðinga vera gera vel.

Hvað er næst?

Sindri leggja land undir fót en þeir sækja Vestra heim og taka 2 leiki n.k laugardag og sunnudag en Þór AK fá Hött heim.

Tölfræði leiksins 

Myndasafn (Benóný Þórhallsson)

 

Umfjöllun / Ottó Marwin

 

 

Streymi til endurspilunar:

Fréttir
- Auglýsing -