spot_img
HomeFréttirÞór Ak höndlaði spennnuna betur gegn KR

Þór Ak höndlaði spennnuna betur gegn KR

Mikil spenna er á toppi 1. deildar kvenna þar sem þrjú lið KR, Breiðablik og Þór, hafa bitist á um efsta sætið. Í kvöld mættust KR og Þór í Vesturbænum en fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig í öðru og þriðja sæti og ljóst að liðið sem færi með sigur af hólmi myndi tylla sér á toppinn við hlið Breiðabliks. 

 

 

Eins og búast mátti við út frá stöðu liðanna í deildinni var jafnræði með þeim nær allan leikinn. KR byrjaði betur og hafði frumkvæðið framan af þar sem Þorbjörg Andrea fór mikinn. Munurinn var þó aldrei mikill enda náðu norðan konur að komast yfir um miðbik annars leikhluta og leiddu í hálfleik. Í síðari hálfleik var sama upp á teningnum. KR byrjaði af miklum krafti og leikurinn var í járnum. Þórskonum gekk betur að höndla spennuna og þann hraða sem hún hleypti í leikinn. Leikmönnum KR gekk mjög illa að koma boltanum ofan í körfuna og skipti þá litlu hvort um var að ræða lang- eða sniðskot og gerðu mistök sem reyndust þeim dýrkeypt. Þór skoraði tíu stig í röð og kláruðu leikinn. Lokatölur 57-66 fyrir Þór sem varð fyrsta liðið í deildinni til að sækja sigur í Frostaskjólið í vetur.

 

Af annars jöfnum leikmannahóp Þórs var Unnur Lára mikilvæg enda fjölhæfur leikmaður. Hinar stelpurnar nýttu sér það þegar athygli anstæðinganna var öll á henni og kláruðu sitt vel. Það er þó ljóst að Þór saknar Fanneyjar úr teygnum sem gekk nýverið til liðs við Skallagrím því þeim gekk að stöðva stóru stelpurnar í KR. Þorbjörg Andrea spilaði sinn besta leik í vetur og Ásta Júlía var enn og aftur öðrum leikmönnum fyrirmynd hvað vinnusemi varðar.

 

Það má búast við mikilli spennu í seinni hluta deildarinnar og það mun áreiðanlega ekki ráðast fyrr en í síðustu umferðunum hvaða lið munu leika um laust sæti í efstu deild.

 

Myndasafn frá Báru Dröfn

Umfjöllun / Guðrún Gróa 

Fréttir
- Auglýsing -