spot_img
HomeFréttirÞór Ak. fær erlendan leikmann

Þór Ak. fær erlendan leikmann

10:00 

{mosimage}

Þórsarar frá Akureyri hafa styrkt lið sitt fyrir baráttuna í 1. deild sem hefst á morgun. Þeir hafa fengið til sín bandaríska bakvörðinn Kevin Sowell en hann hefur leikið með skólaliði Temple Baptist College. Í samtali karfan.is við Hrafn Kristjánsson sagði Hrafn að Sowell væri mikill íþróttamaður og áhorfendur geta undirbúið sig undir nýjar og spennandi matreiðslur á hinum ýmsu troðslum og háloftafimleikum.

 

Sowell er kominn til Akureyrar og verður því með liðinu í leik þeirra gegn Stjörnunni í Ásgarði á morgun.

 

 [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -