spot_img
HomeFréttirThomas meiddur og heldur heim

Thomas meiddur og heldur heim

09:11 

{mosimage}

 

(Thomas í leik gegn Njarðvík fyrr á þessari leiktíð)

 

 

Bandaríkjamaðurinn Steven Thomas er meiddur og er á förum til síns heima. Hann mun því ekki leika meir með Grindvíkingum á þessari leiktíð að því er fram kemur á vefsíðunni www.umfg.is

 

Steven er meiddur í baki en hann meiddist í Stjörnuleik KKÍ og eftir læknisskoðun er talið að það taki hann 3-6 vikur að jafna sig að fullu og það er of langur tími þar sem margir erfiðir leikir bíða Grindvíkinga á næstunni.

 

Á vefsíðu Grindavíkur segir að ekki sé loku fyrir það skotið að Thomas snúi aftur í raðir Grindvíkinga en það verður þá ekki fyrr en á næstu leiktíð. Steven lék 13 leiki með Grindavík í Iceland Express deildinni og gerði í þeim 20,9 stig að meðaltali í leik og tók að jafnaði í þeim 10,4 fráköst í leik.

Grindvíkingar leita nú að öðrum bandarískum leikmanni og segja að hann verði kominn fyrir undanúrslitaleikinn gegn ÍR í Lýsingarbikarnum sem fram fer á sunnudag.  

www.umfg.is  

Mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -