spot_img
HomeFréttirThomas Foldbjerg til Næstved

Thomas Foldbjerg til Næstved

18:38

{mosimage}

Thomas Foldbjerg fyrrum þjálfari karla- og kvennaliðs Breiðabliks var í dag ráðinn þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Næstved. Liðið sem hefur byrjað tímabilið langt undir væntingum rak fyrir skömmu þjálfara sinn, Howard Frankel og í dag var tilkynnt að Foldbjerg taki við.

Foldbjerg þjálfaði liðið áður en hann kom til Íslands en þá voru þeir í 1. Deild. Þegar hann kom frá Íslandi tók hann við kvennaliði SISU en hætti á miðju tímabili þar og í vetur hefur hann verið við störf hjá Næstved og í dag tók hann svo við karlaliði félagsins.

Liðið tapaði meðal annars fyrstu 6 af 7 leikjum sínum í deildinni en eftir að Frankel var sendur heim hefur liðið unnið 2 leiki í röð undir stjórn aðstoðarþjálfara síns Jeppe Kjøller, hann mun verða aðstoðarmaður Foldbjergs.

Miklar væntingar voru gerðar til félagsins í haust en það fékk til sín marga leikmenn, m.a. Thomas Soltau sem lék með Keflavík um tíma í fyrra.

[email protected]

Mynd: www.breidablik.is

 

Fréttir
- Auglýsing -