spot_img
HomeFréttirÞolum ekki fjarveru Fannars mjög lengi

Þolum ekki fjarveru Fannars mjög lengi

 
,,Þetta er alls ekki slæmt en við erum með mjög gott lið og tvo af betri sóknarmönnum deildarinnar,“ sagði Akureyringurinn Magnús Helgason í samtali við Karfan.is eftir 95-70 sigur Stjörnunnar á FSu.
Magnús gekk til liðs við Stjörnuna í sumar og hefur fengið fljúgandi góða byrjun með Subwaybikarmeisturunum. ,,Ef við spilum saman eins og lið og berjumst eins og ljón þá getum við gert það sem við viljum,“ sagði Magnús sem sinnir því vandasama hlutverki hjá Stjörnunni að vera einskonar ,,ruslakarl“ eða Horace Grant í Garðabæ.
 
,,Ég kann mjög vel við þetta enda þykir mér gaman að berjast í vörninni og dekka svona aðalskorarana í hinum liðunum og reyni bara að gera mitt besta í því,“ sagði Magnús en hvernig líst honum á blikuna með þá Fannar Helgason og Guðjón Lárusson meidda?
 
,,Við þolum ekki fjarveru þeirra mjög lengi því við erum ekkert með of breiðan hóp og að missa leikmann eins og Fannar út sem er einn af betri miðherjum deildarinnar gerir skarð hans erfitt að fylla. Guðjón hefur náttúrulega verið lítið með okkur sökum meiðsla og kannski erfitt að tjá sig um það en vonandi kemst hann fljótt í gang,“ sagði Magnús sem gerði 10 stig fyrir Stjörnuna í kvöld og setti niður öll teigskotin sín. Þá tók hann einnig 7 fráköst fyrir Garðbæinga.
 
Fréttir
- Auglýsing -