spot_img
HomeFréttirÞjálfarinn sendur heim á nærbuxunum (myndband)

Þjálfarinn sendur heim á nærbuxunum (myndband)

 
Stundum er gott að spara stóru orðin… sérstaklega ef liðið sem þú þjálfar er eina lið landsins til að vinna seríu í úrslitakeppninni eftir að hafa lent 2-0 undir (gerðist 2008). Guðjón Skúlason þjálfari Keflvíkinga hefur nú fengið að kynnast því í tvígang að þurfa að éta hattinn sinn ef svo má að orði komast. Eftir sigur Keflavíkur í þriðja leik gegn KR mátti kappinn skokka frá Biðskýlinu í Njarðvík og að Toyota-höllinni í Keflavík eftir sigur Keflavíkur í Vesturbænum. Í kvöld… skokkaði Guðjón á nærbuxunum og forláta endurskinsvesti frá Toyota-höllinni og heim í hlað. Allt þetta eftir eigin yfirlýsingar.
Menn gleyma ekki þegar dýr orð eru látin falla og Guðjón var því látinn efna stóru orðin eftir leik í kvöld, strípaður niður á undirfötin og skærgult endurskinsvesti hélt Guðjón af stað. Tomasz Kolodziejski stóðst ekki mátið og myndaði dýrðina þegar Guðjón lagði af stað frá Toyota-höllinni. Það fylgir reyndar ekki sögunni hvort kappinn hafi náð heim í hlað en stóra spurning hlýtur að vera sú hvað Guðjón taki sér fyrir hendur ef Keflavík vinnur oddaleikinn næsta fimmtudag.

Kapparnir hjá Leikbrot misstu heldur ekki af þessari uppákomu
 

Myndir/ Tomasz Kolodziejski

Fréttir
- Auglýsing -