Rétt í þessu tilkynnti Grindavík að þjálfari þeirra Jóhann Þór Ólafsson væri á leiðinni í ótímabundið leyfi.
Samkvæmt tilkynningu mun það vera vegna veikinda konu hans, en aðstoðarþjálfari liðsins Helgi Már Magnússon mun stýra liðinu á meðan.
Tilkynning:
Fyrir hönd Jóahanns Þórs aðalþjálfara karlaliðsins kemur þessi yfirlýsing
Kæru stuðningsmenn.
Síðastliðinn mánudag fengum við hjónin þær fréttir að kona min Sif Rós hefur greinst með MND taugasjúkdóm. Af þeim ástæðum hef ég tekið ákvörðun um að fara í ótímabundið leyfi frá þjálfun. Helgi Már mun stýra liðinu í minni fjarveru og gera það með sóma.
Ég kem svo tvíefldur til baka og klára þetta með ykkur.
Áfram Grindavík



